Stúlknakór Vogaskóla (1965-68)

Einhver vísir að stúlknakór var við Vogaskóla um miðbik og á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og virðist sem slíkur kór hafi miklu fremur átt upp á pallborðið hjá nemendum skólans fremur en almennur skólakór sem þó gæti á einhverjum tímapunktum einnig hafa verið starfræktur þar.

Stúlknakór Vogaskóla starfaði á árunum 1965 til 68 að minnsta kosti, undir stjórn Helga Þorlákssonar skólastjóra og virðist sem kórinn hafi einkum komið fram í kringum jólahátíðina, þannig tók hann að minnsta kosti þrívegis þátt í uppfærslum á stærri kórverkum ásamt Kór Langholtskirkju og jafnvel fleiri kórum.

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um kórstarfið í Vogaskóla.