Óskað er eftir upplýsingum um kór sem nefndur hefur verið Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Ísafirði en hann var starfandi annars vegar á sjötta áratug liðinnar aldar (að minnsta kosti veturinn 1942-43 undir stjórn Jóhönnu Johnsen söngkennara (Jóhönnu Jóhannsdóttur)) og hins vegar á sjöunda áratugnum undir stjórn skólastjóra tónlistarskólans á Ísafirði, Ragnars H. Ragnar (líklega að minnsta kosti á árunum 1961-65).
Fyrir liggur að drengir hlutu ekki söngkennslu við gagnfræðaskólann á fyrrnefnda tímabilinu og því var einungis um stúlknakór að ræða við skólann þá en ekki er ljóst hvort þannig stóð á þegar Ragnar stjórnaði stúlknakórnum. Allar frekari upplýsingar um þessa kóra og söngstarf innan gagnfræðaskólans á Ísafirði mætti gjarnan senda Glatkistunni.