Afmælisbörn 28. október 2020

Afmælisbörn dagsins eru sex talsins að þessu sinni: Egill Eðvarðsson er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Egill er kunnastur fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu en hann var einnig tónlistarmaður á árum áður, hann lék til að mynda með gjörningasveitinni Combó Þórðar Hall sem vakti mikla athygli á sínum tíma en aðrar hljómsveitir sem…

Jóhanna Jóhannsdóttir (1908-96)

Jóhanna Jóhannsdóttir (síðar Johnsen) var með efnilegustu söngkonum landsins þegar hún hvarf af sjónarsviðinu til að gerast læknisfrú úti á landi. Jóhanna sem var sópransöngkona, fæddist í Þingeyjasveit 1908 en fluttist ung inn til Eyjafjarðar. Hún þótti snemma hafa fallega rödd og eftir að hafa lært söng hér heima í um tvö ár fór hún…