Brongrest lædrol band (1983)

Brongrest lædrol band

Árið 1983 starfaði stúlknahljómsveit austur á Fjörðum undir nafninu Brongrest lædrol band en sveitin kom fram ásamt fleiri sveitum á rokktónleikum í Hótel Egilsbúð á Norðfirði þá um vorið. Heilmikil kvennasveitavakning hafði þá verið á Austfjörðum og sveitir eins og Lóla og Dúkkulísurnar voru öðrum kynsystrum þeirra hvatning til frekari verka.

Meðlimir Brongrest lædrol band voru þær Ásta Bjarnadóttir gítarleikari, Jóhanna Jóhannsdóttir bassaleikari, Ragnhildur Samúelsdóttir trommuleikari og Kristín Gísladóttir söngkona og hljómborðsleikari. Jóhann Geir Jóhannsson (Súellen) trommuleikari kom eitthvað fram með sveitinni einnig.