Stúlknakór Þykkvabæjarkirkju (1998-2002)

Stúlknakór Þykkvabæjar- og Oddakirkna

Stúlknakór Þykkvabæjarkirkju (Hábæjarkirkju í Þykkvabæ) starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót undir stjórn organista kirkjunnar Nínu Maríu Morávek og söng þá í messum og á tónleikum um Rangárvallasýslu og jafnvel víðar.

Kórinn var líklega stofnaður haustið 1998 og gekk fyrst undir nafninu Barnakór Þykkvabæjarkirkju en fljótlega var hitt nafnið tekið upp. Kórinn var aldrei mjög fjölmennur þótt hann væri nokkuð virkur og haustið 2000 bættust við stúlkur úr Oddakirkjusókn í Rangárvallahreppi (úr Barnakór Oddakirkju) og starfaði hann undir nafninu Stúlknakór Þykkvabæjar- og Oddakirkna til vorsins 2002 en virðist þá hafa hætt störfum. Stúlknakórinn Hekla var síðan stofnaður upp úr kórnum og starfaði í nokkur ár við góðan orðstír einnig.