Hljómsveitin Singultus (oft ranglega nefnd Signaltus á sínum tíma) var stofnuð í Garðabæ 1982 af þeim Valdimar Óskarssyni bassaleikara, Matthíasi M. D. Hemstock trommuleikara og Hilmari Jenssyni gítarleikara. Þannig skipuð keppti sveitin í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT en komst þar ekki í úrslit. Þá þegar voru meðlimir farnir að gera djasstilraunir þótt ungir væru að árum, enda Hilmar a.m.k. Kominn í FÍH.
Ólafur Elíasson gítarleikari bættist síðan í hópinn og einhvern tímann mun Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari einnig hafa verið í sveitinni.
Sveitin var enn starfandi 1985 og hafði þó þróast töluvert frá upphafi og var enn djasskenndari.