Simphix (1985)

Simphix

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Simphix (einnig ritað Synfix og Simfix), sem starfaði 1985 og að öllum líkindum á Norðfirði en sveitin lék á tónleikum í Egilsbúð þá um haustið.

Fyrir liggur að Þorsteinn Norðfjörð Lindbergsson var gítarleikari sveitarinnar en annað er ekki að finna um meðlimi hennar. Sveit þessi mun hafa gefið út kassettu í litlu upplagi en upplýsingar um þá útgáfu eru af skornum skammti, lag af henni kom líklega út á safnkassettu með norðfirskum hljómsveitum árið 1993.

Allar frekari upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar, s.s. frekari upplýsingar um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Efni á plötum