Belfigor (1984-85)

Belfigor

Hljómsveitin Belfigor starfaði í Garðabænum í um eitt ár, frá hausti 1984 og fram á síðsumar 1985.

Meðlimir sveitarinnar voru Helga Bryndís Magnúsdóttir hljómborðsleikari, Eiður Arnarsson bassaleikari, Hilmar Jensson gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Haukur Hauksson söngvari.