Belfigor (1984-85)

Belfigor

Hljómsveitin Belfigor starfaði í Garðabænum í um eitt ár, frá hausti 1984 og fram á síðsumar 1985.

Meðlimir sveitarinnar voru Helga Bryndís Magnúsdóttir hljómborðsleikari, Eiður Arnarsson bassaleikari, Hilmar Jensson gítarleikari og Birgir Baldursson trommuleikari. Fyrir liggur að um fimm manna sveit var að ræða en nafn þess fimmta er ekki þekkt, þar var líklega um söngvara að ræða.