Sprakk (1988-91)

Hljómsveitin Sprakk var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu um þriggja ára skeið í kringum 1990, reyndar með einhverjum hléum en sveitin lék víða á dansleikjum bæði utan og innan borgarmarkanna. Sprakk var stofnuð á fyrri hluta árs 1988 og þá voru í henni Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari og Haukur…

Belfigor (1984-85)

Hljómsveitin Belfigor starfaði í Garðabænum í um eitt ár, frá hausti 1984 og fram á síðsumar 1985. Meðlimir sveitarinnar voru Helga Bryndís Magnúsdóttir hljómborðsleikari, Eiður Arnarsson bassaleikari, Hilmar Jensson gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Haukur Hauksson söngvari.

Dykk (1990)

Hljómsveitin Dykk var starfandi upp úr 1990. Hún átti lög á safnplötunni Landvættarokk og var þá skipuð þeim Hauki Haukssyni söngvara, Jóni Elvari Hafsteinssyni gítarleikara (Stjórnin o.fl.), Guðmundi Stefánssyni trommuleikara og Jóni Ómari Erlingssyni bassaleikara (Sóldögg o.fl.). Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Dykk en þær væru vel þegnar.