Stjórnin [1] (1987-88)

Það er ekki á allra vitorði en áður en hljómsveitin Stjórnin hin eina sanna (með Sigríði Beinteinsdóttur og Grétari Övarssyni) var stofnuð var önnur sveit starfandi undir sama nafni og að hluta til skipuð sama mannskap.

Stjórnin hin fyrri var líklega stofnuð einhvern timann á árinu 1987 og starfaði í nokkra mánuði fram undir vorið 1988 án þess þó að vekja nokkra athygli. Meðal meðlima þeirrar sveitar voru þau Haukur Hauksson söngvari, Alda Ólafsdóttir söngkona og Matthías M.D. Hemstock trommuleikari en nöfn annarra meðlima eru ekki kunn og er því hér með auglýst eftir þeim.

Stjórnin hætti störfum þegar Grétar Örvarsson stofnaði hljómsveit vorið 1988 og fékk þau Öldu og Matthías í hana, honum fannst við hæfi að nefna nýju sveitina einnig Stjórnina en sú sveit öðlaðist landsfrægð tveimur árum síðar eins og flestir vita vafalaust.