Stiftamtmannsvalsinn (1988-89)

Stiftamtsmannsvalsinn

Hljómsveit sem bar hið undarlega nafn Stiftamtsmannsvalsinn starfaði í nokkra mánuði veturinn 1988 til 89 en hún var stofnuð sumarið 1988 upp úr þungarokkshljómsveitinni Gypsy.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hallur Ingólfsson trommuleikari, Flosi Þorgeirsson bassaleikari og Aðalsteinn Bjarnþórsson gítarleikari sem allir komu úr Gypsy en Bjarni Tryggvason var söngvari sveitarinnar og var þá þegar kunnur sem söngvaskáld og hafði gefið út tvær plötur.

Þeir félagar voru með háar hugmyndir og stefndu á plötuútgáfu en eitthvað varð minna úr þeim fyrirætlunum og sveitin lognaðist útaf vorið 1989 án þess að nokkuð kæmi út með sveitinni. Allir meðlimir hennar áttu þó eftir að verða nokkuð þekktir tónlistarmenn.