Stigmata (2002-03)

Hljómsveitin Stigmata var rokksveit starfandi í Vestmannaeyjum veturinn 2002 til 2003 og var skipuð meðlimum á unglingsaldri, sveitin mun hafa leikið frumsamið efni að mestu eða öllu leyti.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Heimir [?] söngvari, Elmar [?] gítarleikari og Rúnar [?] bassaleikari, ekki liggja fyrir upplýsingar um trommuleikara hennar. Glatkistan auglýsir eftir nafni trommuleikarans auk föðurnafna hinna þriggja.