Sveinn Ásgeirsson (1925-2002)

Sveinn Ásgeirsson

Sveinn Gunnar Ásgeirsson (1925-2002) var þjóðhagfræðingur og bókmennafræðingur með heimspeki og listasögu sem aukagreinar, og hafði því yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum málefnum. Hann starfaði m.a. sem blaðamaður, rithöfundur og þýðandi, stofnaði neytendasamtökin og veitti þeim forstöðu um árabil, en var þó fyrst og fremst þekktur og vinsæll útvarpsmaður en hann annaðist fjölda spurninga- og skemmtiþátta í Ríkisútvarpinu á sjötta áratugnum og var eiginlegur frumkvöðull á því sviði en menn eins og Svavar Gests, Ómar Ragnarsson og fleiri fetuðu síðar í spor Sveins.

Meðal þátta sem Sveinn stjórnaði í útvarpinu voru spurninga- og skemmtiþættir eins og Hver veit? Vogun vinnur vogun tapar, Já eða nei, Hver talar og Brúðkaupsferðin en þættirnir voru iðurlega teknir upp að viðstöddum áhorfendum, þættirnir urðu gríðarlega vinsælir og úrval úr þeim voru gefnir út árið 1980 af SG-hljómplötum undir titlinum Úr útvarpsþáttum Sveins Ásgeirssonar.

Efni á plötum