Sveindómurinn (1989-91)

Hljómsveit sem bar nafnið Sveindómurinn (eða Sveindómur) var starfrækt í Kópavogi í kringum 1990, að öllum líkindum 1989-91.

Sveitin sem einkum lagði áherslu á ábreiðutónlist var stofnuð af Matthíasi Baldurssyni hljómborðsleikara og söngvara, Finni P. Magnússyni trommuleikara og gítarleikara sem kallaður var Bibbi en þeir voru þá á fermingaraldri. Kristinn Guðmundsson bassaleikari bættist síðan í hópinn og þegar Bibbi gítarleikari hætti tók Hjalti Grétarsson við gítarnum. Þannig starfaði Sveindómurinn um tíma en breytti síðan nafni sveitarinnar í Pez árið 1991 og starfaði um tíma undir því nafni.