Sveindís (um 1975)

Hljómsveit sem skilgreina mætti sem kvennahljómsveit starfaði innan Tónlistarskólans í Reykjavík og bar nafnið Sveindís. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin starfaði nákvæmlega en það mun þó hafa verið í kringum miðjan áttunda áratug liðinnar aldar.

Meðlimir Sveindísar voru Ragnhildur Gísladóttir söngvari og bassaleikari, Þórunn Björnsdóttir saxófónleikari, Hrafnhildur Guðmundsdóttir píanó- og gítarleikari og svo karlkyns trommuleikari en upplýsingar vantar um nafn hans.

Óskað er eftir upplýsingum um nafn trommuleikarans og hvenær nákvæmlega þessi sveit starfaði.