Pez [1] (1991-92)

Hljómsveitin Pez starfaði í Kópavoginum á árunum 1991 og 92. Pez var stofnuð upp úr annarri sveit, Sveindómnum og voru meðlimir Hjalti Grétarsson gítarleikari, Kristinn Guðmundsson bassaleikari, Finnur P. Magnússon trommuleikari og Matthías Baldursson (Matti Sax) gítarleikari og söngvari, þeir voru allir á unglingsaldri. Pez var pönksveit og var því eilítið á skjön við strauma…

Gloss [1] (1995-98)

Diskófönksveitin Gloss var starfandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og hélt uppi stuði á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Gloss var stofnuð veturinn 1995-96 upp úr hljómsveitinni Atlotum, sveitin var æði fjölmenn í upphafi enda hugsuð til að spila fjölbreytta diskó-, sálar- og fönktónlist með brassívafi, meðlimir hennar voru þá Sævar Garðarsson trompetleikari, Freyr Guðmundsson trompetleikari, Jón…