Mæðusöngvasveit Reykjavíkur (1994-2002)

Mæðusöngvasveitin

Mæðusöngvasveit Reykjavíkur eða Mæðusöngvasveitin eins og hún var einnig gjarnan nefnd, gerði garðinn frægan á öldurhúsum borgarinnar um og eftir miðjan síðasta áratug tuttugustu aldarinnar, og reyndar einnig víðs vegar um landsbyggðina. Nafn sveitarinnar kemur upphaflega frá leikaranum Flosa Ólafssyni en í því felst augljós skírskotun til blústónlistar sem var sú tónlist sem sveitin kenndi sig mestmegnis við auk rokks.

Sveitin var stofnuð í upphafi árs 1994 og var þá kassagítaratríó, það voru þeir Jón Óskar Gíslason og Hlöðver Ellertsson sem báðir höfði leikið með blússveitinni Centaur, og Sigurjón Skæringsson en sá síðast taldi var sá eini sem starfaði allan tímann með sveitinni og var því eins konar rauður þráður hennar.

Saga Mæðusöngvasveitarinnar var ekki alveg samfelld og eftir nokkurt hlé birtist hún aftur árið 1998 og voru þeir félagar þá fjórir talsins, Sigurjón, Jón Óskar, Sigurður Reynisson trommuleikari og Héðinn Björnsson bassaleikari,  annars var skipan sveitarinnar nokkuð á reiki og var allt frá því að vera dúett þeirra Sigurjóns og Jóns Óskars og upp í það að vera kvartett, Brynjar H. Brynjólfsson bassleikari kom inn í sveitina í stað Héðins og árið 2001 tók Örvar Omri Ólafsson við gítarleikarahlutverkinu af Jóni Óskari.

Mæðusöngvasveitin starfaði fram á haustið 2002 en mun þá hafa hætt störfum.