Cuba libre [1] (1991-93)

Hljómsveitin Cuba libre (einnig ritað Cuba libra) var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og var þá nokkuð dugleg við spilamennsku á öldurhúsunum. Bræðurnir Jón Kjartan bassaleikari og Trausti Már trommuleikari Ingólfssynir (úr Stuðkompaníinu frá Akureyri) skipuðu sveitina við þriðja mann, Aðalstein Bjarnþórsson gítarleikara en Tryggvi J. Hübner kom einnig við…

Doria (1996)

Sextettinn Doria starfaði um tíma á höfuborgarsvæðinu 1996. Sveitin var stofnuð upp úr Langbrók sem hafði starfað nokkru áður en úr þeirri sveit komu Baldur Sigurðarson hljómborðsleikari, Aðalsteinn Bjarnþórsson gítarleikari, Pétur Jensen bassaleikari og Andri Hrannar Einarsson trommuleikari, söngkonurnar Regína Ósk Óskarsdóttir og Bryndís Sunna Valdimarsdóttir (sem voru þá einnig í Söngsystrum) voru fimmti og…

Langbrók (1993-96)

Langbrók var sveitaballaband sem gerði garðinn frægan um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin lék víða um land fjölbreytilega tónlist og viðhafði ýmsar uppákomur, hvort sem það var á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins eða úti á landsbyggðinni. Sveitin var stofnuð snemma árs 1993 og hafði sama kjarnann að mestu á að skipa þann tíma er hún starfaði…

Útrás [2] (1982)

Útrás var rokkhljómsveit úr Kópavogi, hún tók m.a. þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar sem haldnar voru haustið 1982. Sveitin komst ekki áfram í úrslitin. Meðlimir Útrásar voru Þórður Ísaksson gítarleikari, Aðalsteinn Bjarnþórsson gítarleikari, Guðbrandur Brandsson söngvari, Bjarni Þór Bragason trommuleikari og Bjarni Friðriksson bassaleikari. Ekki liggur fyrir hvort fleiri meðlimir komu við sögu sveitarinnar.