Doria (1996)

Doria

Sextettinn Doria starfaði um tíma á höfuborgarsvæðinu 1996. Sveitin var stofnuð upp úr Langbrók sem hafði starfað nokkru áður en úr þeirri sveit komu Baldur Sigurðarson hljómborðsleikari, Aðalsteinn Bjarnþórsson gítarleikari, Pétur Jensen bassaleikari og Andri Hrannar Einarsson trommuleikari, söngkonurnar Regína Ósk Óskarsdóttir og Bryndís Sunna Valdimarsdóttir (sem voru þá einnig í Söngsystrum) voru fimmti og sjötti meðlimir Doriu.

Sveitin starfaði ekki lengi og síðar þetta sama ár var hljómsveitin Áttavilltt (8 villt) stofnuð upp úr henni.