Baun (1995-96)

Hljómsveit að nafni Baun starfaði í Þorlákshöfn veturinn 1995 til 96 að minnsta kosti. Meðlimir Baunar voru Jón Óskar Erlendsson bassaleikari, Ágúst Örn Grétarsson söngvari, Olav Veigar Davíðsson trommuleikari og Ottó Freyr Jóhannsson gítarleikari. Þannig skipuð var sveitin skráð til leiks í Músíktilraunum Tónabæjar en af einhverjum ástæðum mætti hún ekki, að öllum líkindum hefur…

Baunagrasið (1992-93)

Jóhannes Pétur Davíðsson (1971-2013) gaf út plötu undir aukasjálfinu Baunagrasið, sú plata fór þó ekki hátt. Jóhannes sem var gullsmiður að mennt hafði fengist við gítarkennslu, rekið hljóðverið Hljóðmúrinn um tíma auk þess að reka skemmtistaði, m.a. Jollygood (áður Hollywood) þegar hann hóf að taka upp frumsamið efni undir nafninu Baunagrasið og haustið 1992 kom…

Baunagrasið – Efni á plötum

Baunagrasið – Loksins Útgefandi: Hljóðmúrinn Útgáfunúmer: ST.02 CD Ár: 1993 1. Waiting for you 2. Ein gin 3. Vinddúkkulagið 4. Rúnturinn 5. Eins og þú 6. Ástarlagið 7. That is the the way 8. Kæri vinur Flytjendur: Jóhannes P. Davíðsson – söngur og gítar Kristinn Gallacher – bassi Júlíus Agnarsson – trommur Daníel Arason –…

BÁM-tríóið (1978-79)

BÁM-tríóið (B.Á.M. tríóið) var starfandi á Egilsstöðum veturinn 1978-79 og lék á skemmtunum austanlands þann veturinn. Meðlimir BÁM-tríósins voru Bjarni Helgason trommuleikari, Árni Ísleifsson hljómborðsleikari og Magnús Einarsson hljómborðs- og harmonikkuleikari en nafn tríósins var myndað úr upphafsstöfum þeirra félaga.

Bárðarbúðarböðlarnir (1982-)

Bárðarbúðarböðlarnir hafa starfað með löngum hléum allt frá árinu 1982 og jafnvel lengur en sveitin er vinahópur sem spilar einstöku sinnum við hátíðleg tilefni. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en árið 1982 sendi hún frá sér tuttugu laga plötu sem hafði að geyma efni sem tekið var upp í partíum á Snæfellsnesinu…

Bárðarbúðarböðlarnir – Efni á plötum

Bárðarbúðarböðlarnir – Afurðir: Bárðarbúðarböðlarnir „live“ í Ásgarði Útgefandi: Roth útgáfan Útgáfunúmer: Pöpul 1s Ár: 1982 1. Kyljustef 2. Hér búa Sandarar 3. Gonsavísur 4. Ugliest part 5. Love song 6. I’ve been thinking about you 7. Hvað ert þú að gera Hellissandur? 8. Litlir menn 9. Fingraspil 10. Ég hrópa, ég hrópa 11. Húsablús 12.…

Bárubúð [tónlistartengdur staður] (1899-1945)

Bárubúð (Báran) var lengi vel helsti samkomustaður Reykvíkinga og um leið tónleikasalur en húsið var eitt af örfáum slíkum sem hentaði til samkomuhalds í höfuðborginni. Það var sjómannafélagið Báran (eitt af allra fyrstu verkalýðsfélögunum hérlendis, stofnað 1894) sem lét byggja húsið við Vonarstræti á árunum 1899-99 en það stóð við norðvestur horn Tjarnarinnar, þar sem…

Básúnukvartettinn (1981)

Básúnukvartettinn var skammlífur og kom í raun aðeins einu sinni fram, á djasstónleikum vorið 1981. Meðlimir Básúnukvartettsins voru bræðurnir Guðmundur R. Einarsson og Björn R. Einarsson, Oddur Björnsson sonur Björns og Árni Elfar.

Beathoven (1988)

Dúettinn Beathoven var framlag okkar Íslendinga í Eurovion söngvakeppninni vorið 1988 sem haldin var í Dublin á Írlandi. Söngvarinn Stefán Hilmarsson hafði sungið lag og texta Sverris Stormskers, Þú og þeir, til sigurs í undankeppni Eurovision hér heima og þegar ljóst var að þeir félagar færu sem fulltrúar Íslands í lokakeppnina tóku þeir upp nafnið…

Beaverly brothers (1996)

Beaverly brothers var skammlífur dúett starfandi vorið 1996 en hann skipuðu tveir landskunnir tónlistarmenn, Björn Jr. Friðbjörnsson og Richard Scobie. Þeir félagar komu fram í nokkur skipti á höfuðborgarsvæðinu.

Bee spiders (1995-96)

Hljómsveitin Bee spiders úr Mosfellsbænum er einna helst þekktust fyrir að innihalda Jón Þór Birgisson (Jónsa í Sigur rós) en það virðist útbreiddur misskilningur að sveitin hafi verið einhvers konar undanfari Sigur rósar. Bee spiders var stofnuð snemma árs 1995, keppti í Músíktilraunum þá um vorið og lék þá það sem þeir sögðu sjálfir vera…

The BEES (1987-88)

The BEES var söngkvartett sem settur var saman fyrir söngsýninguna Allt vitlaust sem sett var á svið í febrúar 1987 á Broadway. Meginþemað í tónlistinni var rokk frá árunum 1955-62 en tugir tónlistarmanna og dansara tóku þátt í sýningunni. Söngvararnir fjórir voru þau Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir og mynduðu upphafsstafir…

Afmælisbörn 21. júní 2018

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sjötíu og eins árs afmæli í dag. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur ennfremur…