The BEES (1987-88)

The BEES

The BEES var söngkvartett sem settur var saman fyrir söngsýninguna Allt vitlaust sem sett var á svið í febrúar 1987 á Broadway. Meginþemað í tónlistinni var rokk frá árunum 1955-62 en tugir tónlistarmanna og dansara tóku þátt í sýningunni.

Söngvararnir fjórir voru þau Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir og mynduðu upphafsstafir þeirra nafn kvartettsins.

Sýningin á Broadway gekk fyrir fullu húsi fram á vorið og héldu svo áfram um haustið, aukinheldur voru nokkrar aukasýningar á fyrri hluta ársins 1988, m.a. á Akureyri.