Gor (1991-93)

Gor

Thrashmetal-bandið Gor var ein þeirra sveita sem kom á sjónarsviðið þegar hart rokk var hvað vinsælast um og upp úr 1990.

Sveitin var stofnuð vorið 1991 og þá um sumarið var hún skipuð þeim Pétri Óla Einarssyni bassaleikara, Stefáni Gunnarssyni söngvara, Kára Hallssyni gítarleikara, Jóni Lee [?] trommuleikara og Óskari [?] gítarleikara.

Í blaðaviðtali segja þeir nafn sveitarinnar vera þannig til komið að upphaflega hafi verið í sveitinni meðlimur að nafni Gunnar Óskar [?] og hafi hann verið rekinn, þannig kom til skammstöfunin Gor (Gunnar Óskar rekinn). Einnig mun Bogi Reynisson (Sororicide o.fl.) hafa verið í sveitinni á einhverjum tímapunkti.

Gor lék á hvers kyns dauðarokkstónleikum og –hátíðum en var líkast til hætt störfum vorið 1993.