Goodfellows (1994)

Goodfellows

Goodfellows

Rokk- og rythmablússveitin Goodfellows (stundum nefnd Goodfellas) starfaði um nokkurra mánaða skeið 1994.

Sveitin var skipuð fimmmenningunum Sigurði Sigurðssyni söngvara, Tyrfingi Þórarinssyni söngvara og gítarleikara, Geir Walter Kinchin trommuleikara, Ragnari Emilssyni gítarleikara og Jóni Þorsteinssyni bassaleikara. Goodfellows kom fyrst fram um vorið 1994 og lék eitthvað fram eftir haustinu sama ár.