Afmælisbörn 5. október 2021

Valur Arnarson

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi:

Selfyssingurinn Valur Arnarson er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Valur var söngvari, hljómborðsleikari og trommuleikari með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum sem margar hverjar voru í þyngri kantinum, hér má nefna sveitir eins og Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, Gormar og geimfluga, Johnny Kane and the Cains, Kósínus, Súper María Á, Elvis Pressplay and the heartbreakers, Skrýtnir, Woolly and the teenagers og Systir guðs.

Vissir þú að tónlistarmaðurinn Heiðar Örn Kristjánsson kenndur við Botnleðju hefur gefið út sólóefni undir nafninu The Viking giant show?