Kósínus (1989-90)

engin mynd tiltækKósínus (Cosinus) var hljómsveit sem lék á böllum víðs vegar um Suðurland 1989 og 1990.

Sveitin var skipuð nokkrum meðlimum úr Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi (úr Árnes- og Rangárvallasýslu) en þau voru Kristinn Jón Arnarson bassaleikari (Soma o.fl.), Ólafur Unnarsson gítarleikari (Skrýtnir o.fl.), Jóhann Bachmann trommuleikari (Skítamórall o.fl.) og Valur Arnarson hljómborðsleikarari (Súper María Á. o.fl.), auk söngkvennanna Jónínu Kristjánsdóttur og Báru Kristbjargar Gísladóttur.

Sigurður Einar Guðjónsson (Made in sveitin o.fl.) tók síðar við sem söngvari sveitarinnar.