Fussumsvei (1998 / 2022)

Fussumsvei

Hljómsveitin Fussumsvei var meðal sveita sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998.

Meðlimir sveitarinnar voru Kolbeinn Tumi Haraldsson söngvari, Helgi Þorgilsson gítarleikari, Sigurður Ó. L. Bragason trommuleikari og Garðar Guðjónsson bassaleikari. Sveitin sem lék kassagítarpopp komst ekki áfram í úrslit keppninnar og starfaði ekki lengi eftir Músíktilraunir.

Hátt í aldarfjórðungur leið þar til Fussumsvei lét aftur sér kræla en sumarið 2022 sendi sveitin frá sér smáskífuna Það verður gaman, sveitin var þá skipuð þeim Kolbeini Tuma, Garðari og Sigurði en í stað Helga gítarleikara var kominn Ólafur Brynjar Bjarkason auk þess sem Valur Arnarson hafði bæst við sem söngvari.