Fussumsvei (1998)

Fussumsvei

Hljómsveitin Fussumsvei var meðal sveita sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998.

Meðlimir sveitarinnar voru Kolbeinn Tumi Haraldsson söngvari, Helgi Þorgilsson gítarleikari, Sigurður Ó. L. Bragason trommuleikari og Garðar Guðjónsson bassaleikari. Sveitin sem lék kassagítarpopp komst ekki áfram í úrslit keppninnar og virðist ekki hafa starfað lengi eftir Músíktilraunir.