Íslandstónar [safnplöturöð] (1996-98)

Íslandstóna-röðin getur strangt til tekið varla talist safnplötusería þar sem hinir sömu þrír sjá að mestu leyti um hljóðfæraleik á þremur plötum í seríunni sem komu út á árunum 1996 til 98. Það var Torfi Ólafsson sem var maðurinn á bak við Íslandstóna, gaf plöturnar út og samdi fjölmörg lög sem fóru á plöturnar þrjár,…

Íslandslög [safnplöturöð] (1991-)

Íslandslög er safnplötusería sem fyrir löngu hefur fest sig í sessi sem vinsæll kostur fyrir áhugafólk sem ann eldri íslenskri tónlist í flutningi vinsælla söngvara í léttum poppútsetningum. Söngvarar eins og Sigríður Beinteinsdóttir, Ragnar Bjarnason, Egill Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Bergþór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Björgvin Halldórsson (sem jafnframt hefur haldið utan um útgáfuna) hafa…

Íslendingakórinn í Álaborg (1986-2001)

Blandaður kór var starfræktur innan Íslendingasamfélagsins í Álaborg í Danmörku um nokkurra ára skeið, að minnsta kosti á árunum 1986 til 2001 – þó ekki alveg samfleytt. Kórinn gekk undir nafninu Íslendingakórinn í Álaborg en hefur einnig verð nefndur Kór Íslendingafélagsins í Álaborg. Sigríður Eyþórsdóttir var stjórnandi kórsins árið 1986 en ekki er vitað hverjir…

Íslendingakórinn í Bergen (1999)

Kór var starfandi meðal Íslendinga í Bergen (Björgvin) í Noregi árið 1999, undir nafninu Íslendingakórinn í Bergen. Kórinn var að öllum líkindum skammlífur og ekki finnast upplýsingar um hver stjórnaði honum, hversu marga meðlimi hann hafði eða hvort hann söng opinberlega. Nokkru síðar var stofnaður kór sem kallaður var Sönghópurinn Björgvin, í borginni.

Íslendingakórinn í Stafangri (2001)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Íslendingakórinn í Stafangri í Noregi en hann var þar starfandi árið 2001. Ekki liggur fyrir hversu lengi sá kór starfaði, hver stjórnaði honum eða hvort hann söng opinberlega.

Íslendingakórinn í Lúxemborg (1996-97)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór sem starfaði meðal innan Íslendingafélagsins í Lúxemborg undir nafninu Íslendingakórinn í Lúxemborg árin 1996 og 97 að minnsta kosti. Um var að ræða blandaðan kór sem innihélt þrjátíu og fimm manns en Ferenc Utassy var stjórnandi hans þessi tvö ár.

Íslendingakórinn í Hollandi (1996-2001)

Árið 1996 var stofnaður kór Íslendinga í Hollandi, sá kór var í einhverjum samstarfi við Íslendingafélagið þar í landi en var þó ekki beintengdur því félagi. Kórinn, sem gekk undir nafninu Íslendingakórinn í Hollandi starfaði árin 1996 og 97 undir stjórn Snorra [?] og árið 2001 var Rúnar Óskarsson stjórnandi kórsins, líklega æfði hann í…

Íslendingakórinn í Hamborg (1988)

Kór sem bar nafnið Íslendingakórinn í Hamborg, starfaði þar í borg árið 1988 en var líklega skammlífur. Það var Hilmar Örn Agnarsson sem stjórnaði kórnum en hann var þá við nám í Þýskalandi. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þennan kór.

Íslendingakórinn í Brussel (1994)

Árið 1994 mun hafa verið starfandi kór undir nafninu Íslendingakórinn í Brussel, innan Íslendingasamfélagsins í Brussel í Belgíu. Engar upplýsingar aðrar en hér að ofan finnast um þennan kór og er því hér með óskað eftir þeim.

Íslendingakórinn í Berlín (1993-94)

Kór Íslendinga búsettir í Berlín í Þýskalandi var starfræktur árið 1993 og 94, hugsanlega var hann starfandi frá 1992. Stjórnandi kórsins, sem hét einfaldlega Íslendingakórinn í Berlín, var Júlíana Rún Indriðadóttir en frekari upplýsingar finnast ekki um þennan kór eða starfsemi hans.

Íslandstónar [safnplöturöð] – Efni á plötum

Íslandstónar: Í útsetningum fyrir panflautu, flautu og gítar – ýmsir Útgefandi: Lag og ljóð Útgáfunúmer: L&L 002 Ár: 1996 1. Hvert örstutt spor 2. Systkinin 3. Í draumi sérhvers manns 4. Þú eina hjartans yndið mitt 5. Kvöldvísa 6. Apríl 7. Sofðu unga ástin mín 8. Til þín 9. Í musterinu 10. Ave Maria 11.…

Afmælisbörn 28. apríl 2021

Sex tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari er sextíu og níu ára gamall en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet, Start, Póker,…