Íslendingakórinn í Hollandi (1996-2001)

Íslendingakórinn í Hollandi

Árið 1996 var stofnaður kór Íslendinga í Hollandi, sá kór var í einhverjum samstarfi við Íslendingafélagið þar í landi en var þó ekki beintengdur því félagi.

Kórinn, sem gekk undir nafninu Íslendingakórinn í Hollandi starfaði árin 1996 og 97 undir stjórn Snorra [?] og árið 2001 var Rúnar Óskarsson stjórnandi kórsins, líklega æfði hann í Utrecht og þangað komu meðlimir kórsins hvaðanæva af úr landinu sem reyndar er ekki stórt fyrir.

Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um þennan kór, hvort hann starfaði samfleytt þennan tíma eða hvort hann starfaði lengur. Í kringum 2010 virðist hafa verið kominn nýr kór meðal Íslendinga í Hollandi og gekk hann undir nafninu Íslenski kórinn í Hollandi.