Bændakór Snæfellinga (1953-54)

Afar takmarkaðar heimildir finnast um Bændakór Snæfellinga. Hann starfaði á árunum 1953 og 54 undir stjórn Þorgríms Sigurðssonar prests á Staðastað en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þennan kór.