Burkni bláálfur (1993)

Burkni bláálfur

Hljómsveitin Burkni bláálfur frá Höfn í Hornafirði tók þátt í Músíktilraunum vorið 1993 án þess þó að komast í úrslit keppninnar.

Meðlimir Burkna bláálfs voru Sigfús Már Þorsteinsson bassaleikari, Jón Þórðarson gítarleikari og Eymundur Ragnarsson trommuleikari. Sveitin lék þungt rokk og var án söngvara.

Einhverjir fleiri munu hafa komið við sögu sveitarinnar en upplýsingar um þá finnast ekki.