Vísur Vatnsenda-Rósu

Vísur Vatnsenda-Rósu
(Lag / texti: Þjóðlag / Rósa Guðmundsdóttir)

Augun mín og augun þín,
ó, þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt.
Þú veist hvað ég meina.

Langt er síðan sá ég hann;
sannlega fríður var hann.
Allt  sem prýða má einn mann,
mest af lýðum bar hann.

Þg ég trega manna mest,
mædd af tára flóði.
Ó að við hefðum aldrei sést,
elsku vinurinn góði.

[m.a. af plötunni Hamrahlíðarkórinn – Öld hraðans]