Skutullinn

Skutullinn
(Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas])

Eirab skipstjóri skutli sínum
skaut út á svartan sjá.
Eirab skipstjóri skutli sínum
skaut út á svartan sjá,
stingurinn loftið með hvini klauf
svo komið varð auga vart á.

Móbí Dikk um sæinn svam
með silalegri hæg.
Móbí Dikk um sæinn svam
með silalegri hægð
en í því að þiggja Eirabs gjöf
var engin dýrinu þægð.

Skutulinn hæfði hafsins borð,
á hol gekk hann Rán og Unni.
Skutulinn hæfði hafsins borð,
á hol gekk hann Rán og Unni
en vikið þá hafði sér hyldjúpsins burr
undan hárbeittri sendingunni.

[af plötunni Megas – Megas]