Silfur Egils

Silfur Egils
(Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas])

Dag nokkurn fyrir eitt þúsund árum
bjóst Egill til þingreiðar hafandi dregið fram sjóðinn
og Þorsteinn spurði: hvern þremilinn hyggstu
á þinginu gera við allt þetta silfur góðurinn?

Og Egill svarar: Þú sérð það við Lögberg
og svo steig hann upp á bakið á köflóttum hesti
en á alþingi sátu þeir Silli og Valdi,
þeir sögðu frá klækjum sínum og rifu í sig nesti.

Og þar var líka margur maður í sjakkett
á markaðnum skimandi í kringum sig og upp í gjána
og konurnar sátu og biðu við brúna
og beindu grænum augnlokum í átt til fánans.

Og sem menn biðu átekta á alþingi
og óseldar konur lágu á þann eða hinn veginn
þá kom þar að Egill hann beið ekki boðanna
og brátt deildu menn grimmt en Silla og Valda óx ásmegin.

En ég er Egill og þú ert Þórólfur,
við þykjumst góðir og hafa vel að verið
og skálum í vodka og veðjum á bláan,
við vinnum hrærivél þegar það sekkur skerið.

[af plötunni Megas – Megas]