Síðbúinn mansöngur

Síðbúinn mansöngur
(Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas])

Konur fyrri alda þær taka oní sig,
anda frá sér, væta með kaffi varirnar,
þær kenna í brjósti um páfann sjúkan og sorgmæddan
og selja hófdrukknu rauðvíni upp útum bakdyrnar.

Konur fyrri alda þær efna til samsæta,
þær eiga sína drauma og suma í dúbletti
og reikna með lógaritmum og vinsemd og virðingu
vöruskiptajöfnuðinn inná klósetti.

Konur fyrri alda impra á sannindum
og ylja um hjararætur í gegnum símann
5678 mannvinum
og svarta górillan hefur ákveðið tímann.

Konur fyrri alda þær taka oní sig,
anda frá sér, væta með kaffi varirnar,
þær kenna í brjósti um páfann sjúkan og sorgmæddan
og selja hófdrukknu rauðvíni upp útum bakdyrnar.

Konur fyrri alda impra á sannindum
og ylja um hjartarætur í gegnum símann
3579 sveinbörnum
og svarta górillan hefur afpantað tímann.

[af plötunni Megas – Megas]