Íslendingabragur

Íslendingabragur
(Lag / texti: Ingi Gunnar Jóhannsson / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
 
Áður fyrr þá bjuggu hér á landi margir æðislegir kappar
sem áttu sína hetjudrauma, hugsjónir og vopnabraksins gný.
En konur þeirra voru heldur ekki neinir kraftlausir álappar,
þær kunnu að haga seglum eftir vindi og gengust upp í því.

Nú væri Egill Skallagríms í verulegum kröggum með sinn anda
og veslingurinn Gunnar myndi Hlíðarenda selja fyrir slikk.
Þótt kæmist aldrei Helga fagra í keppnina um píu allra landa,
yrðu kvenréttindi Hallgerðar á þingi samþykkt strax í einum rykk.

En Íslendingar nútímans þeir eiga sjaldnast láninu að fagna,
hin aldna þjóðarmenning virðist gjörsamlega runnin út í sand.
Að lifa eins og viðundur í loftkastölum afgamalla sagna,
má líkja helst við fiskinn þann, sem gleymir sér og gengur upp á land.
 
[m.a. á plötunni Hálft í hvoru – Almannarómur]