Súlnareki
(Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas])
Það er nú orðið þónokkuð síðan
að þöndum myndskreyttum seglum þeir sigldu skipum sínum að,
Ingólfur, Hjörleifur úr hærri miðstétt báðir
og héldu á land, sögðu einum rómi: alveg drulla – klístrað.
Nú Eyjamenn drápu Hjörleif, þeim hefndist um síðir,
harðbýli skíkans og árvisst hallæri hjarði þó af,
Ingólfur – rak auk þess göbbelskan áróður fyrir skerið,
örvita stefndu hátekjuskattflóttamenn skipum í haf.
Ingólfur gegndi borgmeistaraembættisverkum
en eiginhagsmunamál hans einatt máttu því víkja um set,
spurðu því eigi: hvað getur borgin greitt fyrir mér?
Heldur: gjöri ég allt það fyrir borgina mína það sem ég get?
[af plötunni Megas – Millilending]