Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbarátta Íslendinga

Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbarátta Íslendinga
(Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas])

Ó Jón Sigurðsson var sveitungi óþekktrar konu,
hann sigldi til Hafnar að nema þar einhver fræði
og krefja Dani einarðlega íslenskum
einum til handa um landsins gögn og gæði.

Hann mátti ekkert aumt sjá það er staðreynd
og einatt gakk hann nakinn í rauðum slopp
um íbúð sína sem einhver kauphéðinn
gaf Íslandi nýskeð, og brúkaði gylltan kopp.

Nú er Jón dauður en sjálfstæðisbaráttan blífur,
við berjumst til þrautar fyrir tungu og frelsi
og við gefum af bókum út eitthvert firnafár
og förgum stundarhagsmunum fyrir nýtt helsi.

[af plötunni Megas – Megas]