Litfríð og ljóshærð

Litfríð og ljóshærð
(Lag / texti: Emil Thoroddsen / Jón Thoroddsen)

Litfríð og ljóshærð
og létt undir brún,
handsmá og hýreyg
og heitir Sigrún.

Viska með vexti
æ vaxi þér hjá,
veraldar vélráð
ei vinni þig á.

Svíkur hún seggi
og svæfir við glaum,
óvörum ýtir
í örlaga straum.
&nbsp
Veikur er viljinn
og veik eru börn,
alvaldur, alvaldur
æ sé þeim vörn.

Sofðu mín Sigrún
og sofðu nú rótt,
Guð faðir gefi
góða þér nótt.

[m.a. á plötunni Íslensk alþýðulög – ýmsir]