Kannski er ástin

Kannski er ástin
(Lag / texti: John Denver / Páll Bergþórsson)

Kannski er ástin sumum sæluhús
í svörtum norðanbyl.
Og hún vekur von um unað
og hún veitir hjartans yl.
Ef erfiðleikar ógna
og einsemd sækir heim
mun ástarminning ein úthýsa þeim.

Kannski er ástin ins og gluggi
og opnar stofudýr
og hún býður þér í bæinn
og betra líf en fyrr.
Og þótt þig beri langt af leið
um leyndan villustíg
mun ástin vísa veg og vernda þig.

Og mjúk er ástin eins og ský
en einnig hörð sem stál
og einum er hún vani
en öðrum hjartans mál.
Og stundum endist ástin vel
þótt ýmsum hverful sé
og hún er mörgum eitt og allt
en öðrum vafafé.

Kannski er ástin eins og sjórinn
full af öfgum, köld og hlý
líkust eldi þegar úti er kalt
og æstum þrumugný.
Ef allt að óskum gengur
og eilífð bíður mín
mun endast allta tíð mín ást til þín.

[af plötunni Minningar 2 – ýmsir]