Töfrandi tónar

Töfrandi tónar
(Lag / texti: Valdimar J. Auðunsson / Kristjana Unnur Valdimarsdóttir)
 
Hljómarnir duna dátt
dillandi fram á nátt.
Burtu er sorg og sút
um dansgólfið svífandi fer.
Sendir þú sálaryl
sælunnar óm
strýkur burt sorgartár
og brosandi syng með þér.

Töfrandi tónar
titra svo ungmennin ljóma.
Djörf inn í draumalönd
dansandi hönd í hönd.
Minningar mætast,
draumar í hjörtunum rætast,
létt er nú þeirra lunda
og lífsgleðin blasir við.

Hljómarnir duna dátt
dillandi fram á nátt.
Burtu er sorg og sút
um dansgólfið svífandi fer.
Sendir þú sálaryl
sælunnar óm
strýkur burt sorgartár
og brosandi syng með þér.

[m.a. á plötunni Jón Kr. Ólafsson – Kvöldkyrrð]