Stjörnuhrap

Stjörnuhrap
(Lag / texti: Valdimar J. Auðunsson / Sveinbjörn Ingimundarson)
 
Inn í huga sérhvers manns er mynd af stjörnu,
Myndin sú af himni ætíð til þín skín.
Í gegnum allar aldir,
öllum fannst hún sín
en allra besta stjarnan er stjarnan mín.

En eitt vorkvöld niður kom af himinhæðum,
út úr húmi dökku er byrgði alla sýn.
Í spegli vatnsins vinur
hún var þar stjarnan mín,
já allra besta stjrna er stjarnan mín.

Af himni ofan kom hún og kraup niður til mín,
höndum báðum greip ég þessa mynd
en vatnið gárótt verður
og vonarmyndin dauf
og þarna hvarf mér eina stjarnan mín.

En í fjarlægð stundum feguð best sín nýtur,
flestir snerta vilja óskadrauminn sinn.
En vonbrigðum oft veldur
er vitnast síðar þér
að vonarstjarnan stjörnu best er hér.

[af plötunni Valdimar J. Auðunsson – Ástartöfrar]