Stjarna lífs míns

Stjarna lífs míns
(Lag / texti: Valdimar J. Auðunsson / Margrét Auðunsdóttir)
 
Komdu vina og vef mig að hjarta,
þinni vermandi ástblíðu hönd.
Láttu töfrandi brosið þitt bjarta
breyta vetri í sólfögur lönd.
Því þú ert hjarta míns helgasata drottning,
hrein og fögur sem ilmandi rós.
Þig ég elska og lýt þér í lotning,
lífs míns stjarna og hamingju ljós.

Því þú ert hjarta míns helgasta drottning,
hrein og fögur sem ilmandi rós.
Þig ég elska og lýt þér í lotning,
lífs míns stjarna og hamingju ljós.

[af plötunni Valdimar J. Auðunsson – Ástartöfrar]