Ást

Ást
(Lag / texti: Kristján Viðar Haraldsson / Kristján Viðar Haraldsson og Felix Bergsson)

Klukkan er tvö,
síminn hringir.
Ég tek upp tólið og svara,
það ert þú, það ert þú
og ég heyri gama vælutóninn:

Talaðu við mig,
hlustaðu á mig.
Komdu til mín,
leggstu hjá mér,
elskaðu mig,
ég elska þig.

Ást, hvað er nú það?
Er það bara þriggja stafa orð notað í skáldsögum?
Ást, hvað er nú það?
Er það bara þriggja stafa orð notað í skáldsögum?

Klukkan er þrjú,
það er bankað á dyrnar.
Ég labba fram og opna,
ó já það ert þú, það ert þú
og ég horfi á gamla vælufeisið:

Talaðu við mig,
hlustaðu á mig.
Komdu til mín,
leggstu hjá mér,
elskaðu mig,
ég elska þig.

Ást, hvað er nú það?
Er það bara þriggja stafa orð notað í skáldsögum?
Ást, hvað er nú það?
Er það bara þriggja stafa orð notað í skáldsögum?
 
[af plötunni Greifarnir – Sviðsmynd]