Abba-labba-lá

Abba-labba-lá
(Lag / texti: Friðrik Bjarnason / Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)

Hún hét Abba-labba-lá.
Hún var svört á brún og brá
og átti kofa í skóginum
á milli grænna greina
og trúði á stokka og steina.

Einu sinni sá ég
Abba-labba-lá.
Hún dansaði í skóginum,
svört á brún og brá.
Mér hlýnaði um hjartað
og hrópaði hana á:
Abba-labba,
Abba-labba,
Abba-labba-lá.

[m.a. á plötunni Hamrahlíðarkórinn – Öld hraðans]