
Braindead bugs
Haustið 1997 var starfandi unglingahljómsveit í Vestmannaeyjum undir nafninu Braindead bugs.
Meðlimir sveitarinnar voru Jóhann Örn Friðsteinsson söngvari og gítarleikari, Viðar Lárus Sveinsson trommuleikari og ónefndur bassaleikari.
Engar upplýsingar er að finna um hversu lengi þessi sveit starfaði.