Drengjalúðrasveit Mosfellssveitar (1963-76)

Drengjalúðrasveit Mosfellssveitar um 1970

Drengjalúðrasveit Mosfellssveitar um 1970

Drengjalúðrasveit Mosfellssveitar starfaði um árabil á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar þar til hún varð að Skólahljómsveit Mosfellssveitar. Það var Birgir D. Sveinsson sem stofnaði lúðrasveitinni og stýrði henni þar til yfir lauk, hún var að minnsta kosti í upphafi starfandi í barnaskólanum og gekk einnig undir nafninu Drengjalúðrasveit Barnaskóla Mosfellshrepps.

Nafni sveitarinnar var líklega 1970 breytt í Skólahljómsveit Mosfellssveitar (og síðar Skólahljómsveit Mosfellsbæjar) og um það leyti tók Lárus Sveinsson trompetleikari, bróðir Birgis, við keflinu af bróður sínum.

Hugsanlega gekk sveitin undir báðum nöfnunum allt til 1976.