Drengjalúðrasveitir Vesturbæjar og Austurbæjar (1954-76)

Drengjalúðrasveit Vesturbæjar

Drengjalúðrasveit Vesturbæjar

Drengjalúðrasveit Vesturbæjar og Austurbæjar var, eins og auðvelt er að giska á, tvær lúðrasveitir en þær störfuðu saman og í sitt hvoru lagi, Vesturbæjarmegin undir stjórn Páls Pampichler Pálssonar en eystra undir stjórn Karls O. Runólfssonar. Þær gengu reyndar undir ýmsum öðrum nöfnum, voru kenndar við stjórnendur sína eða jafnvel við höfuðborgina, einnig undir nafninu Lúðrasveit barna- og unglingaskóla Reykjavíkur.

Elstu heimildir um þessar sveitir er að finna frá 1954 en það ár voru þær stofnaðar, þær störfuðu undir stjórn þeirra Páls og Karls lengi vel. Karl lést 1970 en ekki liggur fyrir hver tók við hlutverki hans, Páll stýrði sinni sveit áfram. Stefán Þ. Stephensen kom einnig eitthvað að stjórn sveitanna. Hvor sveitanna fyrir sig hafði yngri og eldri deild þannig að endurnýjun var nokkur innan þeirra.

Drengjalúðrasveit Karls O. Runólfssonar

Drengjalúðrasveit Austurbæjar

Sveitirnar héldu margsinnis tónleika, bæði á tyllidögum og svo við önnur tækifæri en þær fóru að minnsta kosti einu sinni erlendis til tónleikahalds, þá var Noregur heimsóttur sumarið 1963.

Erfitt er að sjá nákvæmlega hversu lengi sveitirnar störfuðu en það var að minnsta kosti til 1976 þannig að Drengjasveitir Vesturbæjar og Austurbæjar áttu sér ríflega tveggja áratuga sögu.