Drift (1976)

Drift

Drift

Hljómsveitin Drift var undanfari funksveitarinnar Cirkus og starfaði einungis í fáeina mánuði vorið 1976 undir því nafni.

Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Ragnar Lúðvíksson söngvari, Davíð Karlsson trommuleikari, Helgi Magnússon hljómborðsleikari, Þorvarður Hjálmarsson bassaleikari og Örn Hjálmarsson gítarleikari.

Drift breytti nafni sínu í Cirkus um sumarið og mannaskipan hennar átti eitthvað eftir að breytast í kjölfarið.