Dritvík (1991-92)

engin mynd tiltækKvennapönktríóið Dritvík vakti nokkra athygli þann tíma sem hún starfaði en afurðir þess komu út á tveimur safnsnældum 1991.

Dritvík var að líkindum stofnuð haustið 1990 en hún kom fram opinberlega í desember það ár. Meðlimir sveitarinnar voru Steinunn H. Blöndal bassaleikari, Oddný Eir Ævarsdóttir söngkona og Heiða Jóhannesdóttir gítarleikari (síðar kvikmyndagagnrýnandi á Morgunblaðinu). Tónlistin var hrátt pönk og ekki voru allir jafn hrifnir af tónlistinni þegar lög með sveitinni komu út á safnsnældunum Snarl III og Gallerí Krunk 1991, aðrir voru þó sáttari.

Ekki er ljóst hversu lengi Dritvík starfaði en það mun þó líklega hafa verið fram á árið 1992.