Drift (1976)

Hljómsveitin Drift var undanfari funksveitarinnar Cirkus og starfaði einungis í fáeina mánuði vorið 1976 undir því nafni. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Ragnar Lúðvíksson söngvari, Davíð Karlsson trommuleikari, Helgi Magnússon hljómborðsleikari, Þorvarður Hjálmarsson bassaleikari og Örn Hjálmarsson gítarleikari. Drift breytti nafni sínu í Cirkus um sumarið og mannaskipan hennar átti eitthvað eftir að breytast í kjölfarið.

Jamaica (1978-82)

Hljómsveitarnafnið Jamaica er eins fjarri því að vera norðlenskt sem unnt er, en sveit með þessu nafni lék og starfaði um árabil á Akureyri í lok áttunda áratugar síðustu aldar og við upphaf þess níunda. Jamaica var stofnuð upp úr hljómsveitinni Hjólinu en upphaflega voru líklega í bandinu þeir Snorri Guðvarðarson gítarleikari, Matthías Henriksen trommuleikari,…

Cirkus (1976-80)

Hljómsveitin Cirkus var nokkuð áberandi í tónlistarlífi borgarinnar á síðari hluta áttunda áratugar 20. aldar en sveitin náði þó aldrei að verða ein þeirra stóru, sem án efa má rekja til þess að hún sendi aldrei frá sér efni þrátt fyrir að vinna og flytja frumsamda tónlist. Tónlist sveitarinnar mátti skilgreina sem eins konar funk…